top of page

Íslandsmót í Enduro

Enduro Íslandsmótið 2023 fer fram í upplandi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Við byrjum Hafnarfjarðarmegin og færum okkur svo yfir í uppland Garðabæjar. Til að komast á mótsstað þá þarf að keyra inn Kaldárselsveg í Hafnarfirði, við leggjum bílunum á bílastæðinu við enda Kladárselsvegar.

Þaðan hjólum við síðan inn að sérleiðunum. Í ár erum við með 8 sérleiðir, mislangar og miskrefjandi. Drykkjarstöð verður eftir 4 fyrstu sérleiðirnar áður en við byrjum efst í Vífilstaðahlíðinni. Við biðjum alla að muna að kapp er best með forsjá, verið skynsöm og farið varlega og munið að hafa gaman saman! Þetta getur ekki klikkað, þegar skemmtilegasta fólk landsins kemur saman í skemmtilegasta sportinu 😊

Þessar leiðir eru birtar með fyrirvara um að öll tilskilin leyfi fáist frá bæði Hafnarfirði og Garðabæ. Leyfismálin eru í vinnslu.

Sérleiðir 2023

 

  1. Kanturinn fyrir innan girðingu

  2. Helgafell niður í skriður

  3. Valahnúkar

  4. Húsfell

  5. Endinn á Vífilstaðahlíð v/Búrfell

  6. DH braut Vífó

  7. Svartur Bjartur í Vífilstaðahlíð

  8. Gunnhildur niður að túni við Maríuhella

Sérleið 1: Kanturinn fyrir innan girðingu

bottom of page