top of page

Íslandsmótið í Downhill

 

Keppendapóstur:

Hér má sjá keppendapóst og Ráslista

 

Minnum sérstaklega á þetta:
( Skógræktarfélagið bað okkur sérstaklega að passa að leggja ekki bílum fyrir gangandi vegfarendur og í kant á aðalveginum. Endilega virðið það við æfingar sem og keppni og leggið bílunum á malbikuðu aðalbílastæðunum sem eru við Vífilstaðahlíðina eða við gönguleiðina upp í Búrfellsgjá ef þessi örfáu stæði við brautina eru full. Ekki er langt að hjóla þaðan að brautinni.)

 

BFH býður upp á Íslandsmótið í Fjallabruni í Vífilstaðahlíð. Til að keppa til stiga er nauðsynlegt að vera meðlimur í aðildarfélagi HRÍ. Sjá hér: http://hri.is/upplysingar/keppnisreglur-hri

 

ATH að það eru komnar nýjar reglur hjá HRÍ varðandi tímatökubúnað, sjá frétt hér: https://hri.is/frettir/leiga-timatokuflaga

 

Afhending mótsgagna: 09:30-10:00

Braut Lokar: 10:30

Keppni Hefst: 11:00

 

Athuga sérstaklega Keppnisreglur HRÍ, kafli 5.3.

 

Búnaður:

Samkvæmt keppnisreglum HRÍ skal nota hjálm sem ver allt andlit (full-face) bæði í keppni og við æfingar. Hjálmurinn verður að vera með skyggni. Opnir hjálmar án kjálkahlífar eru bannaðir. Einnig skal vera með augnhlífar (gogglur eða hlífðargleraugu). Sérstaklega er mælt með eftirfarandi aukahlífðarbúnaði:

A. Bak-, Olnboga-, hné- og axlahlífum úr stífum efnum.

B. Vörn fyrir háls og hryggjarliði.

C. Vörn fyrir sköflunga og læri.

D. Víðum buxum úr rifvörðu efni með innbyggðum hlífum fyrir hné og kálfa, eða stuttbuxum úr rifvörðu efni ásamt hné og kálfahlífum.

E. Síðerma treyju.

F. Hönskum.

Brautarskoðun verður ekki formleg. Brautina er opin almenning og hægt að skoða hana.

Við biðjum við keppendur að skoða brautina vel áður en keppt er og nota góðan hlífðarbúnað.

 

Ef spurningar vakna má hafa samband við Aðalstein mótstjóra í síma: 855-2493 eða á bfh@bfh.is

Hlökkum til að sjá ykkur öll

Kv BFH

Rás listi mynd íslandsmót.jpg
bottom of page