
Íslandsmótið í Enduro
Keppnsi leiðir má sjá hér og einnig keppendalista hér fyrir neðan
Ath!!!!! STAGE 7 DETTUR ÚT!!!
"Hraðasti einstaklingur í karla-og kvennaflokkum verður krýndur íslandsmeistari í enduro óháð í hvaða flokki hann eða hún tilheyri" fyrir utan almenningsflokk og Rafhjólaflokk
Til að komast á mótsstað þá þarf að keyra inn Kaldárselsveg í Hafnarfirði, við leggjum bílunum á bílastæðinu við enda Kaldárselsveg
Dagskrá:
Afhending mótsgagna BFH og Tímataka: 09:30-10:30
Keppendafundur 10:30
Keppni Hefst: 11:00
Keppni lýkur með grilli og gosi ( vonandi um 17:00 )
Það eru komnar nýjar reglur hjá HRÍ varðandi tímatökubúnað. Sjá frétt: https://hri.is/frettir/leiga-timatokuflaga
Við viljum biðja keppendur að virða keppnis reglur, fylgja brautum og ganga vel um svæðið. Mikilvægt er að sýna mönnum, dýrum og náttúru virðingu
Saman getum við haldið frábæra keppni og skilað svæðinu í sama ástandi og við tökum við því.
Reglur HRÍ sem allir keppendur skulu lesa yfir: http://hri.is/upplysingar/keppnisreglur-hri-og-onnur-skjol
Nota skal hjálm sem ver allt andlit (full-face) bæði í keppni og við æfingar. Hjálmurinn verður að vera með skyggni. Opnir hjálmar án kjálkahlífar eru bannaðir. Einnig skal vera með augnhlífar (gogglur eða hlífðargleraugu). eftirfarandi aukahlífðarbúnaði er skylda : Bak/eða Bakpoki og hnéhlífar.
Sérstaklega er mælt með eftirfarandi aukahlífðarbúnaði: A. olnboga og axlahlífumr úr stífum efnum. B. Vörn fyrir háls og hryggjarliði. C. Vörn fyrir sköflunga og læri. D. Víðum buxum úr rifvörðu efni með innbyggðum hlífum fyrir hné og kálfa, eða stuttbuxum úr rifvörðu efni ásamt hné og kálfahlífum. E. Síðerma treyju. F. Hönskum.
Keppendur eiga að vera með lágmarks skyndihjálpabúnað meðferðis í keppni
Símanúmer mótstjóra er 855-2493
Sjáumst á morgun hress og kát 😉
