top of page
  • brettafelag

FRÁ STJÓRN BFH V.COVID-19

Kæru foreldrar og forráðamenn

Í ljósi þessa að samkomubann hefur tekið gildi og eftir ákvörðun ÍSÍ um að æfingar eigi ekki hefja fyrr en eftir 23.mars hjá börnum á grunnskólaaldri ( gera ekki ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir þennan aldurshóp fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars nk. ÍSÍ mælist til að farið verði eftir þessum tilmælum (tilvitnun í bréf frá ÍSÍ ) verða engar æfingar og ekkert opið hús hjá BFH þessa viku.

Við munum nota vikunna í samvinnu við ÍSÍ að móta nýtt æfingarplan og reglur fyrir húsið á þessu erfiðu tímum. Nýjar upplýsingar um æfingar í næstu viku koma næstu helgi. Við lifum nú fordæmalausa tíma og það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að gera þá eins bærilega og kostur er. Sóttvarnalæknir, landlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa unnið mjög gott starf við að bregðast við þeirri vá sem að okkur sækir. Með samstöðu og því að allir fylki sér að baki þeim reglum sem þessi embætti hafa gefið út má því ætla að við eigum að geta komist í gegnum þennan tíma á eins farsælan hátt og mögulegt er. BFH er í stöðugu sambandi við yfirvöld og íþróttahreyfinguna og mun deila út til félagsmanna upplýsingum um leið og þær berast. F.h Brettafélags Hafnarfjarðar Aðalsteinn Valdimarsson Framkvæmd- og íþróttastjóri BFH


17 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page