Hlé verður gert á æfingum, og opnu húsi, hjá BFH til 19. október.
Kæru iðkendur, forráðamenn og BFH-ingar, hlé verður gert á æfingum og opnu húsi hjá BFH til 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þau hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu og beðið um að gert sé hlé á æfingum og keppnum í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október hjá öllum aldurshópum. Jafnframt erum við beðin um að fresta keppnisferðum út á land.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Sýnum samstöðu, skynsemi og horfum fram á veginn!
Með Bretta- og hjólakveðju: þjálfarar, framkvæmdastjóri, starfsmenn og stjórnarmenn Brettafélags Hafnarfjarðar
https://isi.is/frettir/frett/2020/10/08/Tilmaeli-sottvarnarlaeknis-og-rikislogreglustjora-vardandi-ithrottastarf-a-hofudborgarsvaedinu/
Comments