SKRÁNING Á SUMARNÁMSKEIÐ  BFH 2020 ER HAFIN!

Skráning inná brettafelag.felog.is


Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá hjólabrettanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið fer fram í húsakynnum félagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði.
Krökkunum verður skipt upp í hópa eftir aldri og getu. Farið verður yfir grunnatriði hjólabrettaiðkunar en einnig verður þeim sem lengra eru komnir leiðbeint í flóknari æfingum. Þegar veður er gott er farið með hópana út t.d. á hjólabrettasvæðið og götum Hafnarfjarðar

 

Markmið námskeiðanna:
• Kynna hjólabrettaíþróttina fyrir stelpum og strákum á aldrinum 6 til 13 ára
• Hafa gaman saman á hjólabretti
• Læra grunnatriði á hjólabretti
• Kynnast hjólabrettasiðum á hjólabrettasvæðum
• Fyrir lengra komna, æfa flóknari æfingar

Tímasetningar:
Fyrirhádegi 09:00-12:00
Eftir hádegi 13:00-16:00

Dagsetningar:

 Námskeið 1       15.6 til 19.6 (4 dagar)

 Námskeið 2       15.6 til 19.6 (4 dagar)

 Námskeið 3       22.6 til 26.6

 Námskeið 4       22.6 til 26.6

 Námskeið 5       29.6 til 3.7

 Námskeið 6       29.6 til 3.7

 Námskeið 7       6.7 til 10.7

 Námskeið 8       6.7 til 10.7

 Námskeið 9       13.7 til 17.7

 Námskeið 10     20.7 til 24.7

 Námskeið 11     27.7 til 31.7

 Námskeið 12     4.8 til 8.8 (4 dagar)

 Námskeið 13     4.8 til 8.8 (4 dagar)

 Námskeið 14     10.8-14.8

 Námskeið 15     10.8-14.8

 

Verð fyrir hvert námskeið er 8.000 kr og 6.400 kr fyrir 4 daga námskeið og veittur er 10% systkinaafsláttur. Fjöldatakmarkanir eru á námskeiðin.
 

Hægt er að fá lánuð hjólabretti og hjálma á staðnum en við mælum með að krakkarnir noti eigin búnað ef þau eiga. Hjálmaskylda er á námskeiðinu. Við mælum með því að krakkarnir komi með létt nesti t.d. ávexti og vatnsbrúsa. Ef einhverjir vilja vera bæði fyrir og eftir hádegi þá geta krakkarnir borðað nestið sitt í nestisaðstöðu þar sem hægt er að hita vatn og grilla samlokur.
 

Skráning fer fram í Nora kerfinu á brettafelag.felog.is

 

Yfirumsjón með námskeiðinu hefur Aðalsteinn Valdimarsson, íþróttafræðingur og honum til aðstoðar verður Björgvin Valdimarsson, Ásgeir Örn Jóhannsson og Ásgeir Bjarni Eyþórsson ásamt hressum krökkum frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum tölvupóstinn: brettafelag220@gmail.com

Endilega hafið samband við okkur í gegnum tölvupóst eða í gegnum facebook
  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle

Hafðu samband