top of page

FJALLAHJÓLA SUMARNÁMSKEIÐ  BFH 2023 

​​

Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá þrjú fjallahjólanámskeið  í sumar fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára.

 

Dagsetningar:

Námskeið 1      12.6 til 16.6             
Námskeið 2      19.6 til 23.6 
Námskeið 3      26.6 til 30.6    

 

Námskeiðin verður frá kl. 09:00-12:00 og verður það allt utandyra.

Alla daga verður mæting upp í Brettahús (Flatahraun 14) eða í upplandi Hafnarfjarðar og endum við föstudagsæfingu með pulsuveislu

Á öllum æfingum þarf að vera með vatn og nesti meðferðis einnig er mikilvægt að vera með slöngu

Góður hjálmur er að sjálfsögðu skylda og svo mælum við eindregið með frekari hlífum og þá sérstaklega bak- og hnéhlífum. Slíkar hlífar eru skylda fyrir þau sem eru komin í það að fara tæknilegri leiðir og stökkva. Hjólin verða að vera fjallahjól sem eru í góðu standi, bremsur, gírar og dekk sérstaklega og það þarf að halda þeim við yfir námskeiði

Verð: 16.500 kr.
 

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og hafa samband í gegnum email: bfh@bfh.is eða í Sportabler ef búið er að skrá. 
 

Ath. Fjöldatakmarkanir eru á námskeiðin.

 

Hilmar Páll þjálfari fjallahjóldeildar stýrir námskeiðinu ásamt iðkendum úr afreksstarfi BFH

bottom of page