Æfingar falla áfram niður hjá öllum deildum Brettafélags Hafnarfjarðar frá 20.10.20

Góðan dag, í ljósi nýrra reglugerðar heilbrigðisráðherra um sóttvarnir á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars kemur fram „Íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, þar með talið skólasund, sem krefst meiri snertingar og frekari blöndunar hópa en í skólastarfi, er óheimilt á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.“

Einnig hafa almannavarnir höfuðborgarsvæðisins gefið út að „Öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna verða lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð.“

Þar sem Brettafélag Hafnarfjarðar er fjölgreinafélag og er með iðkendur dreifða um allt höfuðborgarsvæðið, getum við ekki haldið úti æfingum.

Við fylgjumst með stöðunni á degi hverjum og bregðumst við um leið og aðstæður leyfa.

Þjálfarar halda áfram að senda frá sér heimaæfingar í þessari viku og hvetjum við alla iðkendur BFH að fara út og hreyfa sig á meðan veður er gott.

Sýnum samstöðu, skynsemi og horfum fram á veginn!

Með Bretta- og hjólakveðju: þjálfarar, framkvæmdastjóri, starfsmenn og stjórnarmenn Brettafélags Hafnarfjarðar

Hafðu samband

Endilega hafið samband við okkur í gegnum tölvupóst eða í gegnum facebook
  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle