top of page
L1000487 (1).jpg

Brettafélag Hafnarfjarðar býður upp á hjólabrettaæfingar fyrir byrjendur og lengra komna.

 

Æfingar fara fram í nýjum húsakynnum félagsins að Selhellu 7 í Hafnarfirði.

Skráning opnar 9.ágúst
Fyrsta æfing 2.sept
Loka æfing 20.des
Fjöldi æfinga 32stk

 

Æfingar á mánudögum 16:00-22:00 og fimmtudögum 16:00-22:00

 

Skipt verður í 4 hópa. Æfingar hjá 2012 og yngri eru í 60mín en hjá 2011 og eldri í 90mín

 

Verð:
2012 og yngri: 52.000 kr.
2011 og eldri: 77.000 kr.

 

Hægt að nota frístundastyrki frá sveitarfélögum og hægt að skipta greiðslum í 4 hluta.

 

Einnig er 10% systkinaafsláttur


Einnig verða mikið af skemmtilegum viðburðum í vetur t.d. Halloween skate, Litlu jól BFH og fleiri skemmtilegar uppákomur.


Við hlökkum gríðarlega mikið til komandi vetrar og viljum minni á að það eru takmörkuð pláss á æfingar, og gaman að segja frá því að aðsókn á sumarnámskeið BFH og æfingar á liðinni haustönn var mjög mikil, það var fullt á öll námskeið í sumar og vor 2024.

Ath að öll samskipti í kringum æfingar hjá BFH fara í gegnum sportabler hér má nálgast leiðbeiningar um uppsetningu og annað tengt því https://www.bfh.is/sportabler

Alltaf hægt að hafa samband með því að senda póst á bfh@bfh.is

Ath hjálmaskylda er á námskeiðinu. Hægt er að fá leigðan búnað í afgreiðslu en mælum með að iðkendur séu með sinn eigin búnað.

bottom of page