Hjólabrettaæfingar 2021
Skráning inn á: https://brettafelag.felog.is/
Brettafélag Hafnarfjarðar býður upp á hjólabrettaæfingar fyrir byrjendur og lengra komna. Æfingar fara fram í húsakynnum félagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði.
Iðkendum verður skipt í 4 hópa eftir getu og aldri og farið verður yfir grunnatriði hjólabrettaiðkunar, þeim sem lengra eru komnir verður leiðbeint í flóknari æfingar.
Æfingar fara fram á mánudögum frá 17:00-21:00 og á laugardögum 10:00-14:00, hver hópur æfir í klukkutíma í senn
Við hlökkum gríðarlega mikið til komandi vetrar og viljum minni á að það eru takmörkuð pláss á æfingar, og gaman að segja frá því að aðsókn á sumarnámskeið BFH og æfingar á liðinni haustönn var mjög mikil, það var fullt á öll námskeið í sumar og vor 2020.
Fyrsta æfing verður laugardaginn 9. janúar og lokaæfing mánudaginn 3.maí, æfingar verða 30 talsins verð fyrir tímabilið er 32.000kr.
Skráning fer fram inn á frekari upplýsingar inn á og alltaf hægt að hafa samband með því að senda póst á brettafelag220@gmail.com.
Vegna sóttvarnarráðstafana viljum við biðja iðkendur að koma með sinn eigin búnað þar
sem ekki er lengur hægt að fá lánaðan búnað, nema gegn gjaldi.
Kv. hjólabrettadeild BFH