top of page

Íþróttanámskrá BFH

Inngangur

Íþróttanámskrá þessi lýsir stefnu Íþrótta starf.   Brettafélags Hafnarfjarðar fer fram undir merkjum aðalstjórnar félagsins í samráði við einstakar deildir.  Íþróttastjóri félagsins er með yfirumsjón með íþróttanámsskrá.

Félagsleg markmið Brettafélags Hafnarfjarðar stuðla að:

 

  • góðri félagsaðstöðu fyrir iðkendur, foreldra og félagsmenn

  • góðri móttöku nýrra félagsmanna

  • eflingu félagsanda

  • samvinnu og samskiptum við önnur íþróttafélög

  • góðri líðan iðkenda og að ánægja og gleði sé í fyrirrúmi

  • því að allir fá tækifæri þ.e. að tekið sé tillti til mismunandi þarfa iðkenda

  • eflingu samstarfs við foreldra og sem mestri þátttöku foreldra í félagsstarfi.

  • góðri framkomu iðkenda á æfingum og íþróttasamkomum.

 

Íþróttaleg markmið Brettafélags Hafnarfjarðar stuðla að:

 

  • ráðningu þjálfara með fagþekkingu á sviði þjálfunar og kennslu

  • því að þjálfarar ljúki/hafi lokið viðurkenndu námskeiði á vegum sérsambanda eða hafi lokið sambærilegu námi erlendis

  • fjölbreyttri símenntun þjálfara meðan þeir starfa við þjálfun

  • því að iðkendur nái góðum tökum á íþróttinni miðað við eigin forsendur.

 

Fjármálaleg markmið Brettafélags Hafnarfjarðar stuðla að:

 

  • nákvæmri fjármagnsáætlanagerð

  • markvissu eftirliti með áætlanagerð

  • endurskoðun sé virk og fari reglulega fram

  • fjármál deilda séu aðalstjórn félagsins og félagsmönnum aðgengileg og ekki sé eytt um efni fram.

 

 

Íþróttaþjálfun barna og unglinga hefur eftirfarandi markmið:

8 ára og yngri:

  •      Að auka hreyfiþroska.

  •      Að fyrstu kynni af íþróttum verði jákvæð.

  •      Að árangur hvers og eins iðkenda standi í fyrirrúmi en ekki fjöldi sigra í keppni.

9 – 12 ára:

  •      Að bæta tæknilega færni.

  •      Að  auka kraft og liðleika.

  •      Að efla samvinnu einstaklinga og vinna með félagsþroska barna þannig að þau geti tekið þátt í leik, leikið með og móti öðrum þar sem leikgleði situr í fyrirrúmi.

  •      Að árangur hvers og eins iðkenda standi í fyrirrúmi en ekki fjöldi sigra í keppni.

  •      Að vekja íþróttaáhuga fyrir lífstíð.

13 – 16 ára:

  •      Að viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni.

  •      Að efla sjálfstraust og sjálfsöryggi sem leiðir að bættri sjálfsmynd.

  •      Að skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með íþróttastarfinu.

  •      Að kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.

17 – 19 ára:

  •      Að þróa og slípa tæknileg og leikfræðileg atriði.

  •      Að auka sérhæfingu og séræfingar iðkandans.

  •      Að halda áfram að skapa möguleika fyrir þá sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.

 

Leiðir að markmiðunum

Stefnt er að eftirfarandi leiðum til að ná settum þjálfunarmarkmiðum:

8 ára og yngri

  •      Að æfingar séu fjölbreyttar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Æfingar eiga að örva hinar ýmsu skynstöðvar og vinna með gróf- og fínhreyfingar.

  •      Að æfingar séu umfram allt skemmtilegar og að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.

9 – 12 ára:

  •      Að æfingar séu fjölbreyttar og stuðli að auknum hreyfiþroska.

  •      Að aðaláherslan í þjálfuninni sé á þjálfun tæknilegrar færni og að æfingar sé marg endurteknar.

  •      Að æfingarnar feli í sér kraft og liðleikaæfingar.

  •      Að æfingar styrki samvinnu og samkennd iðkenda.

  •      Að æfingarnar séu umfram allt skemmtilegar og að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.

  •      Að háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd.

  •      Að öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.

13 – 19 ára:

  •      Að æfingarnar séu fjölþættar.

  •      Að æfingarnar byggist meira en áður á  krafti ásamt liðleikaþjálfun.

  •      Að stunduð sé keppni með eigin bætingu í huga.

  •      Að keppnisfyrirkomulagið verði til að efla innri hvatningu og félagsþroska.

 

Þjálfarar

Þjálfarastarfið er veigamesta starfið í íþróttafélaginu. Í þjálfun barna og unglinga skal helsta markmiðið vera að sjá um að efla alhliða þroska, jafnt líkamlegan, andlegan sem félagslegan og bæta tækni einstaklingsins í þeim íþróttagreinum sem hjá félaginu eru stundaðar. Þeir þurfa að sjá um að iðkendur fái verkefni við sitt hæfi, aðstoða þá í þjálfuninni, hvetja þá til áframhaldandi iðkunar og sjá til þess að þeir tileinki sér hollar og heilbrigðar lífsvenjur.

Lögð er á það áhersla að þjálfarar séu útsjónarsamir og hafi til að bera faglega þekkingu á líkamlegum-, andlegum- og félagslegum þörfum þess aldurshóps sem þeir eru að vinna með hverju sinni og að þeir skipuleggi þjálfun með hliðsjón af því

Stefnt skal að því að yfirumsjón með þjálfunarhluta sé í höndum einstakra þjálfara félagsins. Þetta er ein af forsendum þess að starf í deildum íþróttafélagsins geti þróast og dafnað. Þróun og árangursríkt íþróttastarf er sérstaklega háð áhuga og frumkvæði þjálfara. Hver þjálfari skrifar undir þjálfarasamning fyrir hvert tímabil eða gerir lengri samning.

Menntun þjálfara

Stefna BFH er að hjálpa öllum  sem koma að þjálfum barna og unglinga hjá félaginu að öðlast lágmarksmenntun til þjálfunar samkvæmt kröfum ÍSÍ eða sérsambanda

Félagið hvetur þjálfara til að afla sér aukinnar menntunar á sviði þjálfunar og aðstoðar þá við að finna réttu námskeiðin.

 Samráðsfundir

Stefna BFH er að haldnir séu samráðsfundir þjálfara tvisvar til þrisvar á ári.  Á fyrsta fundi er mikilvægt að fara yfir atriði eins og kröfur til þjálfara, námskeið sem í boði eru fyrir þá, samræmdar starfsreglur, íþróttanámskránna og þau mót sem í boði eru fyrir hvern aldursflokk.  Íþróttastjóri boðar til fundar og annast fundarstjórn.

 

Félagsstarf

 

Stefnt skal að því að efla iðkanda sem félagsveru og kenna honum að taka tillit til annarra. Þá skulu iðkendur læra að virða félaga sína og beita sveigjanleika í samskiptum. Stefnt skal að því að auka skilning og hæfni iðkenda til þess að fara eftir reglum og fyrirmælum.

 

Mikilvægt er að hafa hópefli í hverjum flokki fyrir sig að minnsta kosti tvisvar sinnum yfir æfingartímabil og er hverjum þjálfara fyrir sig í sjálfsvald sett hvenær og hvað hann gerir. Þjálfari leggur fram áætlun fyrir hópefli í fyrsta mánuði þjálfunartímabils.

 

Stefnt er að því að foreldrar taki fullan þátt í félagsstarfinu og verði með því virkir þátttakendur í starfi deildarinnar.

 

 

Hlutverk stjórnar 

Meginhlutverk stjórnar er að stýra starfseminni í samræmi við vilja félagsmanna eins og fram kemur í lögum félags og starfsreglum deildar, fundarsamþykktum, samþykktri stefnu og markmiðum. Þá skal leitast við að byggja upp og viðhalda heilbrigðum félagsanda í störfum BFH. Af einstökum verkefnum stjórnar má m.a. nefna:

 

  • áætlanagerð fyrir almenna starfsemi og framkvæmdir til lengri og skemmri tíma

  • að móta hugmyndir og tillögur um ný viðfangsefni

  • að leysa vandamál sem upp kunna að koma

  • að framfylgja samþykktum og ályktunum

  • að fylgjast með að áætlanir og fjárhagur haldist í hendur

  • að taka á móti erindum sem berast og afgreiða þau

  • að undirbúa fundi og boða til þeirra

  • að skipta verkum með einstökum stjórnarmönnum, nefndum og félagsmönnum og samræma störf þeirra.

 

Formaður

Ábyrgðarmesta hlutverk stjórnarmanns er í höndum formanns félagsins og formanna deilda. Það er mjög mikilvægt að formaður hafi stjórnunarhæfileika og sinni starfi sínu af áhuga. Nauðsynlegt er fyrir formann deildarinnar að hafa staðgóða þekkingu á málefnum er varða. Formaður þarf einnig að hafa gott lag á því að skipta verkum með stjórnarmönnum þannig að allir hafi ákveðnum verkefnum að sinna. Þá þarf hann einnig að hafa yfirsýn yfir að verk séu unnin rétt og vel og tímamörk séu haldin.

Gagnkvæmt traust formanns og annarra stjórnarmanna er helsta forsenda þess að stjórnunarstarf beri árangur. Framkoma formanns og annarra stjórnarmanna, jafnt innan vallar sem utan, á að vera öðrum félagsmönnum fyrirmynd. Helsta verksvið formanns er:

 

  • að koma fram fyrir hönd deildar og vera málsvari hannar gagnvart öðrum aðilum

  • að undirbúa stjórnarfundi, sjá til þess að til þeirra sé boðað samkvæmt framlagðri dagskrá hverju sinni

  • að sjá til þess að félagsmenn séu alltaf vel upplýstir um tilgang og markmið deildarinnar

  • að sjá til þess að lögum félags og deildar og samþykktum félagsfunda og aðalfunda sé framfylgt

  • að sjá til þess að öll erindi sem deildinni berast séu afgreidd svo fljótt sem auðið er

  • að sjá til þess að starfsemi deildarinnar sé vel skipulögð og fari vel fram á öllum sviðum

  • að sjá til þess að sem flestir félagsmenn séu virkjaðir til starfa hjá deildinni

  • að félagsmönnum sé gefinn kostur á því að meta reglulega hvernig félagsstarfið gengur og hvort breyta þurfi um leiðir til að ná settum markmiðum

  • að hafa umsjón með samningum sem deildin gerir

  • að boða fundi á vegum deildarinnar.

 

Ritari

Ritari gegnir veigamiklu hlutverki í stjórn deildar. Miklum máli skiptir að hann vinni af alúð og haldi af nákvæmni saman öllum gögnum sem deildinni berast, s.s. að skrá fundargerðir og skýrslur. Nauðsynlegt er að ritari taki að sér umsjón með ákveðnum þáttum félagsstarfsins og sé þannig tengiliður milli stjórnar og ýmissa starfshópa. Meðal helstu verkefna ritarar má nefna:

 

  • að skrá fundargerðir á stjórnarfundum og félagsfundum þegar ekki eru kjörnir sérstakir fundaritarar

  • að sjá um bréfaskriftir í samráði við formann, aðra stjórnarmenn eða framkvæmdarstjóra

  • að undirbúa ársskýrslu og e.t.v. fleiri skýrslur um starfsemina í samvinnu við formann og framkvæmdastjóra

  • að byggja upp gagna- og heimildasafn deildar

  • að sjá til þess að bréf og skjöl séu í góðri vörslu.

 

Gjaldkeri

Meginhlutverk gjaldkera er að hafa umsjón með fjárreiðum og annast reikningshald í samræmi við lög og reglur íþróttahreyfingarinnar. Nauðsynlegt er að gjaldkeri sé vel að sé í bókfærslu auk þess sem hann þarf að hafa góða yfirsýn yfir efnahag deildarinnar. Meðal helstu verkefna gjaldkera eru:

 

  • að hafa umsjón með innheimtu félagsgjalda

  • að sjá til þess að gjöld sem ber að greiða séu greidd

  • að sjá til þess að skuldir séu innheimtar

  • ávöxtun lausafjár og varasjóð

  • að semja ársreikninga

  • að hafa umsjón með fjáröflunum

  • að annast gerð fjárhagsáætlunar

  • að hafa umsjón með færslu bókhalds og reikningshaldi deildarinnar.

 

 

Foreldrastarf

Brettafélag Hafnarfjarðar leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn þeirra barna og unglinga sem stunda æfingar og keppni á vegum deildarinnar.

Við hvetjum foreldra til að sýna íþróttaiðkun barna sinna jákvæðan áhuga, vera hvetjandi varðandi ástundun þeirra, veita þeim skýran ramma hvað varðar æfingasókn.

 

Foreldraráð

Foreldraráð er stofnuð í hverjum flokki fyrir sig að hausti. Halda þarf foreldrafund í upphafi starfstímabils, oftast nær á haustin, þar sem þjálfari hjálpar til við að stofna foreldraráð og koma henni af stað.

Hlutverk foreldraráð er að:

  • skipuleggja keppnisferðir

  • vera með þjálfara í að skipuleggja félagslega hlutann

  • undirbúa  og skipuleggja fjáraflanir

  • skipuleggja akstur á mót

 

 

Forvarnargildi íþrótta

Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum reiðir betur af og neyta síður vímuefna sem eru virk í íþróttastarfi. Einnig sýna rannsóknir að neysla vímuefna og tóbaks hafa skaðleg áhrif á árangur í íþróttum.  Brettafélag Hafnarfjarðar vill efla enn frekar vímuvarnargildi íþrótta með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu í tengslum við íþróttir. Í þessari stefnuyfirlýsingu er tala um vímuefnaneyslu og er átt við neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Neysla tóbaks og vímuefna:  Félagið er andvígt allri neyslu tóbaks og vímuefna allra iðkenda og annarra félagsmanna sem koma að íþróttastarfi á vegum aðildarfélaga. Öll neysla tóbaks og vímuefna er bönnuð í tengslum við æfingar og keppni á vegum íþróttafélaga.

Viðbrögð félagsins við tóbaks- og vímuefnaneyslu iðkenda:   Brettafélag Hafnarfjarðar hvetur þjálfara og stjórnar- og félagsmenn til að bregðast sérstaklega við allri vímuefnaneyslu iðkenda undir 16 ára aldri og foreldrar verða undantekningarlaust upplýstir um slíka neyslu. Við vímuefna- og tóbaksneyslu þeirra sem eru sjálfráða eiga félög að bregðast við neyslu sem er brot á reglum félagsins. Neyslan hefur neiðkvæð áhrif á ástundun iðkenda, frammistöðu þeirra og ímynd félagsins. Viðbrögð BFH við brotum á reglum þessum eiga að vera í formi tilmæla og ábendinga. Skili slík viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð BFH munu samt ávallt mótast af vilja til að aðstoða iðkandann við að laga sig að reglum þannig að hann haldi áfram að starfa innan íþróttahreyfingarinnar.

Hlutverk þjálfara:  Þjálfarar skulu vinna eftir vímuvarnastefnu félagsins, þar með talið að bregðast við vímuefnaneyslu iðkenda á viðeigandi hátt.

Samstarf við foreldra: Brettafélag Hafnarfjarðar hvetur stjórnendur flokka og þjálfara til að upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum. Þjálfarar eru hvattir til að standa að góðu samstarfi við foreldra iðkenda með fræðslu um neiðkvæð áhrif áfengis og annarra vímuefna á árangur í íþróttum. Stjórnendur deilda og þjálfarar eru hvattir til að starfa náið með fagfólki í vímuvörnum og hafa samráð við foreldra, þurfi að taka á neysluvandamáli iðkanda undir sjálfræðisaldri.

Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga:  Félagið hvetur stjórnendur flokka og þjálfara til að hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundarstarfi barna og unglinga á vegum sveitarfélagsins og hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi.

 

Stefna BFH um jafnrétti í starfi

Stefnt skal að því að réttur hvers og eins einstaklings til að stunda íþróttir sé ávallt fyrir hendi. Uppbygging íþrótta, hvort sem um æfingar eða keppni er að ræða, þarf að tryggja að allir hafi sömu tækifæri

Brettafélag Hafnarfjarðar að býður upp á æfingar í öllum flokkum í báðum kynjum. Og er sama æfingamagn hjá báðum kynjum.

 

Umhverfismál

Umhverfisstefna Brettafélags Hafnarfjarðar er að ganga um umhverfi sitt af nærgætni og virðingu.

Eftirfarandi atriði eru höfð að leiðarljósi:

  • Reglulega tiltekt er á svæðinu.

  • Íþróttasvæðið er reyklaust.

  • Félagið hvetur foreldra til að sameinast í bíla þegar farið er á mót utan bæjarfélags.

  • Iðkendur og þjálfarar eru hvattir til að ganga vel um áhöldin til að tryggja sem lengstu endingu.

  • Ruslafötur eru á íþróttasvæðinu.

  • Pappírsnotkun er takmörkuð.

bottom of page