Snjóbrettaæfingar 2021

Skráning á: https://brettafelag.felog.is/

Vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að halda árlega kynningarfundinn um starfið en ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið á bfh@bfh.is

Hér er fundurinn. https://www.facebook.com/brettafelag220/videos/895117104563219

 

Æfingargjöld og annar kostnaður:

Æfingatímabil 5. janúar til 30. apríl.

Æfingagjöld fyrir iðkendur í byrjendahóp 32.000 kr (ath árskort er ekki innifalið). 

Æfingargjöld fyrir almennar æfingar er 64.000 kr, árskort í Bláfjöllum er innifalið. Iðkandi verður að geta farið hjálparlaust í toglyftu og tekið beygjur í báðar áttir. 

Við bjóðum upp á 10% systkina afslátt. Skráning fer fram í gegnum Nora kerfið eða íbúagáttir. https://brettafelag.felog.is/

Niðurgreiðslur sveitarfélaga eiga við hér eins og í öðru íþróttastarfi, s.s. frístundakort o.s.frv.

Byrjendur - Æfingardagar og staðsetningar:

Miðvikudagar kl: 18:00 – 19:00 og 19:10-2010.
Allar æfingar byrja og enda við anddyri aðalskála Bláfjalla eða á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta æfing vetrarins verður 13. Janúar, staðsetning tilkynnt þegar nær dregur, þar ætlum við að kynnast hvert öðru og kanna bakgrunn hvers og eins á snjóbrettinu. Æfingastaður er tilkynntur á Facebook síðu snjóbrettadeildar BFH í síðasta lagi kl. 15 á miðvikudögum hjá byrjendahóp. Athugið að æfingar geta verið í fjallinu þrátt fyrir að fjallið sé lokað almenningi. Mjög mikilvægt að allir séu búnir að borða vel fyrir æfingu. Allir iðkendur verða að vera með hjálm og bakbrynju. Engar skipulagðar ferðir eru á æfingarnar. Við bendum á rútuferðir eða að foreldrar skiptist á að skutla krökkunum.

 

Almennar æfingar - Æfingadagar og staðsetningar:

Þriðjudagar & fimmtudagar kl: 18:00 – 20:00.
Allar æfingar í Bláfjöllum byrja við anddyri aðalskála Bláfjalla nema yfirþjálfari tilgreini annað. Æft verður í Bláfjöllum ef veður leyfir. Ef lokað er í Bláfjöllum og Skálafelli verða æfingar haldnar innanbæjar. Á innanbæjaræfingum verða svokallaðar jib æfingar, þ.e. krakkarnir renna sér á rörum, handriðum og litlum pöllum. Fyrsta æfing vetrarins verður 5. Janúar, staðsetning tilkynnt þegar nær dregur, þar ætlum við að kynnast hvert öðru og kanna bakgrunn hvers og eins á snjóbrettinu. Æfingastaður er tilkynntur á Facebook síðu snjóbrettadeildar BFH í síðasta lagi kl. 15 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Athugið að æfingar geta verið í fjallinu þrátt fyrir að fjallið sé lokað almenningi. Mjög mikilvægt að allir séu búnir að borða vel fyrir æfingu. Allir iðkendur verða að vera með hjálm og bakbrynju. Engar skipulagðar ferðir eru á æfingarnar. Við bendum á rútuferðir eða að foreldrar skiptist á að skutla krökkunum. 

Vanalega fer allur janúar mánuður á æfingum í að greina betur getu iðkenda og hliðra til svo viðkomandi fái verkefni við hæfi.

Okkur hlakkar gríðarlega til komandi vetrar og ætlum að gera allt sem við getum gert til að gera þetta að skemmtilegasta og stærsta vetri BFH.

 

Kv. Snjóbrettadeild BFH