
Fjallahjólaæfingar
Fjallahjólaæfingar
10.vikur 15 æfingar
Æfingar fyrir krakka á aldrinum 10-18 ára (2013- 2005) alla þriðjudaga 18:00-19:00 eða 19:00-20:00 og annan hvern laugardag 11:00-13:00 eða 10:00-12:00
Æfingar hefjast þriðjudaginn 12.september fyrir utan húsnæði BFH að Flatahrauni 14
Þriðjudagsæfingar verða í eða mjög nálægt Hafnarfirði. Mæting upp í húsnæði BFH nema að annað sé tilkynnt.
Laugardagsæfingar verða á einhverjum slóðum á eða í kringum höfuðborgarsvæðið. Hvetjum foreldra til að sameinast um skutl ef þess þarf.
Á öllum æfingum þarf að vera með vatn meðferðis og slöngu og vera vel nærð fyrir æfingar. Á laugardagsæfingum er gott að vera með smá nesti (amk fyrir þau sem yngri eru).
Góður hjálmur er að sjálfsögðu skylda og svo mælum við eindregið með frekari hlífum og þá sérstaklega bak- og hnéhlífum. Slíkar hlífar eru skylda fyrir þau sem eru komin í það að fara tæknilegri leiðir og stökkva oþh og eru sérstaklega nauðsynlegar á laugardagsæfingum. Hjólin verða að vera fjallahjól sem eru í góðu standi, bremsur, gírar og dekk sérstaklega og það þarf að halda þeim við yfir tímabilið.
Þegar líða fer á haustið þurfa iðkendur að vera með nagladekk og ljós þegar frostið og myrkrið skellur á
Síðasta æfing tímabilsins er 14.nóvember. 10 vikur og 15 æfingar.
Verð fyrir æfingar er 32.000kr og hægt að skipta greiðslum í tvennt
Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/brettafelaghfj
Allar nánari upplýsingar hér: WWW.BFH.is
Svo má alltaf senda póst á : bfh@bfh.is