top of page

Fjallahjólaæfingar

Fjallahjólaæfingar

Fyrirkomulag Vetur 2023

 

Æfingar fyrir krakka á aldrinum (2010 – 2005) Æft er 4 sinnum í viku hver æfing 60.mín hjólaæfingar með Helga Berg á Þriðjudögum og fimmtudögum, styrktar- og þolæfingar með Hákoni styrktar þjálfara á mánudögum og miðvikudögum.  Nánari tímasetningar fyrir æfingar koma inn þegar líður á desember en æfingar verða á milli 16:00 og 20:00

Fyrsta æfing tímabilsins verður 10.janúar
Síðasta æfing tímabilsins verður 27.apríl

 

Á öllum æfingum þarf að vera með slöngu, vatn og passa upp á að vera búin að borða.  Góður hjálmur er að sjálfsögðu skylda og svo mælum við eindregið með frekari hlífum og þá sérstaklega bak- og hnéhlífum. Slíkar hlífar eru skylda fyrir þau sem eru komin í það að fara tæknilegri leiðir og stökkva.

 

Hjólin verða að vera fjallahjól sem eru í góðu standi, bremsur, gírar og dekk sérstaklega og það þarf að halda þeim við yfir tímabilið, Einnig er skylda að vera með neglt dekk yfir veturinn og vera með ljós að framan og aftan

 

Styrktar og þolæfingar verða innan dyra en þá þurfa iðkendur að vera í íþróttaskóm og íþróttafatnaði

Verð fyrir æfingar er 65.000 kr og hægt að skipta greiðslum í þrennt og auðvitað hægt að nota frístundastyrki frá ykkar sveitarfélögum.

 

Ath. að lámarksskráninga þátttaka er á æfingar og þurfa allavega 12 iðkendur að skrá svo við náum að keyra þetta áfram

Alltaf er hægt að senda tölvupóst á bfh@bfh.is

 

Sjáumst í Janúar

Kv BFH

bottom of page