Fjallahjólaæfingar

Fyrirkomulag Vor og sumarstarfs 2021 kemur í byrjun apríl

Fyrirkomulag sumar/haust 2020

Æfingar fyrir krakka á aldrinu 10-18 ára (2010 – 2002) alla þriðjudaga kl 16:00 – 19:00 (klukkutíma í senn, nákvæm tímasetning fer eftir hópaskiptingu) og annan hvern laugardaga kl 11:00-13:00

• 10 vikur samtals, byrjum þriðjudaginn 1.september fyrir utan húsnæði Brettafélagsins að Flatahrauni 14.
• Fyrsta laugardagsæfing er 5.september Staðsetning laugardagsæfinga tilkynnt á facebook (email ef þess óskað) fyrir kl 15 daginn áður. Síðan er laugardagsæfing annan hvern laugardag
• Síðasta æfing tímabilsins verður miðvikudaginn 3.Nóvember

Þriðjudagsæfingar
 

• Verða í eða mjög nálægt Hafnarfirði. Mæting upp í húsnæði BFH nema að annað sé tilkynnt.
• Laugardagsæfingar
verða alltaf úti við á einhverjum slóðum á eða í kringum höfuðborgarsvæðið. Hvetjum foreldra til að sameinast um skutl ef þess þarf.

 

• Á öllum æfingum þarf að vera með vatn meðferðis og slöngu og vera vel nærð fyrir æfingar. Á laugardagsæfingum er gott að vera með smá nesti (amk fyrir þau sem yngri eru).
• Góður hjálmur er að sjálfsögðu skylda og svo mælum við eindregið með frekari hlífum og þá sérstaklega bak- og hnéhlífum. Slíkar hlífar eru skylda fyrir þau sem eru komin í það að fara tæknilegri leiðir og stökkva oþh og eru sérstaklega nauðsynlegar á laugardagsæfingum.

 

• Hjólin verða að vera fjallahjól sem eru í góðu standi, bremsur, gírar og dekk sérstaklega og það þarf að halda þeim við yfir tímabilið.  Og þarf einnig að vera með góð ljós og nagladekk þegar byrjar að frysta

 

• Skráning á brettafelag.felog.is
• Takmarkað pláss

 

Verð fyrir æfingar er 25.000kr og hægt að skipta greiðslum
Og alltaf hægt að senda póst á brettafelag220@gmail.com

 

Kv. Fjallahjóladeild BFH

Endilega hafið samband við okkur í gegnum tölvupóst eða í gegnum facebook
  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle

Hafðu samband