top of page
  • brettafelag

FRÁ STJÓRN BFH Vegna COVID-19




Kæru foreldrar og forráðamenn

Heilbrigðisráðuneytið hefur, í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, tekið saman leiðbeinandi viðmið um takmörkun á íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.

Mælast ráðuneytin til þess, að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun á skólastarfi lýkur”. Jafnframt segir þar að um íþrótta- og æskulýðsstarf ungmenna á framhaldsskólastigi gildi sömu reglur og um framhaldsskóla, ,,að það fer ekki fram nema um fjarkennslu sé að ræða, ef unnt er”.


Í ljósi þessa munu engar æfingar eða opið hús vera hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar né fara fram í húsnæði BFH eða á skíðasvæðum, þar til takmörkunum á skólahaldi verður aflétt eða fyrirmæli koma um annað. Þetta eru erfiðir tímar fyrir okkur öll en með vilja og samstöðu komust við gegnum þetta tímabil saman. Brettafélagið Hafnafjarðar mun auðvitað endurskoða ákvörðun sína ef aðstæður breytast. Með baráttu kveðju Stjórn, þjálfarar, starfsmenn og framkvæmdastjóri BFH Hér má sjá leiðbeiningarnar í heild sinni: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/20/Leidbeinandi-vidmid-um-ithrotta-og-aeskulydsstarf-i-ljosi-takmorkunar-a-skolastarfi-og-samkomum/

49 views0 comments

Recent Posts

See All

Hlé gert á æfingum og opnu húsi hjá BFH til 19.okt

Hlé verður gert á æfingum, og opnu húsi, hjá BFH til 19. október. Kæru iðkendur, forráðamenn og BFH-ingar, hlé verður gert á æfingum og opnu húsi hjá BFH til 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæ

bottom of page